MÁLMAR

Fyrirtækið Málmar var stofnað í mars 1966 af Matthíasi Jónssyni og var fyrst með starfsemi sína í bílskúr í Nóatúni. Síðan þá hefur starfsemin verið víða um borg . Síðustu 18 árin í Hafnarfirði. Starfsemin hefur frá byrjun snúist um kaup og sölu á verðmætum málmum til endurvinnslu og þar af leiðandi byggst upp mikil þekking á vinnslu málma og verðmæti þeirra til frekari úrvinnlu. 2003 urðu kaflaskil er bróðursonur Matthíasar tók við rekstrinum að honum látnum. Starfsemin er í dag að Hringhellu 12 í Hafnarfirði.